22.11.2006 | 09:24
Frétt af mbl.is
Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, segist vonast til þess að morðið á iðnaðarráðherra Líbanons, Pierre Gemayel, í Beirút í gær muni ekki valda óstöðugleika í Miðausturlöndum.
Olmert lét ummælin falla er hann ræddi við Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu, í síma í gær að sögn talsmanns Olmerts.
Prodi og Olmert samþykktu að hittast innan fárra vikna, en ekki liggur fyrir hvenær eða hvar sá fundur muni verða haldinn.
Átökin halda áfram í Líbanon og Ísrael tekur ekki þátt í þeim, sagði Shimon Peres, aðstoðarforsætisráðherra Ísraels, í viðtali við ísraelska ríkisútvarpið.
Þetta eru átök milli Hizbollah, sem vill sjá íranskt Líbanon, og meirihluta Líbana, sem vilja sjálfstætt Líbanon [...] Við verðum að fylgjast náið með ástandinu, bætti hann við.
Tenglar
Gíslingar
Fjallað um gíslatökur og önnur gíslamál, sem og þjóðþekta Gísla.
Flottustu síðurnar
Mér finnst þessar bestar
Vandamenn
[]
Hvers konar embed
Bækur
Rokk og ról
-
Ævisaga Páls MakkKartneis
Listmania
Og ég lista og lista og lista
-
: Higher Order Perl (ISBN: 1558607013)
Tónlist
Músík
-
Stjórnin - Eitt lag enn
Athugasemdir
nú er ég að – skrifa – og kann bersýnilega ekki að nota þankastrik.
Guðmundur Hreiðarsson, 22.11.2006 kl. 09:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.