6.5.2008 | 09:56
Vaktmaðurinn læsti sig úti
Vaktmaður á Sæfara GK frá Þorlákshöfn læsti sig út nú um helgina. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að hann heitir Þráinn.
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkur: Dægurmál | Facebook
Tenglar
Gíslingar
Fjallað um gíslatökur og önnur gíslamál, sem og þjóðþekta Gísla.
Flottustu síðurnar
Mér finnst þessar bestar
Vandamenn
[]
Hvers konar embed
Bækur
Rokk og ról
-
Ævisaga Páls MakkKartneis
Listmania
Og ég lista og lista og lista
-
: Higher Order Perl (ISBN: 1558607013)
Tónlist
Músík
-
Stjórnin - Eitt lag enn
Athugasemdir
Aumingja vaktmaðurinn að læsa sig úti. Idjót.
Kiddi, 6.5.2008 kl. 10:41
Enda algjör furðufugl. Ku enda vera duglegur við kjúklingaát.
Guðmundur Hreiðarsson, 6.5.2008 kl. 10:46
Síðasta athugasemd var skrifuð utanhúss - því engar tilkynningar.
Guðmundur Hreiðarsson, 6.5.2008 kl. 10:59
Þetta virðist virka fínt. Birtist og hverfur í stjórnborðinu eins og til er ætlast. Á eftir að prófa að hætta vöktun í stjórnboðinu. Vantar fleiri athugasemdir!
Kiddi, 6.5.2008 kl. 11:08
Já þetta er alveg merkilegt hversu fáir sína þessu merkilega viðfangsefni, athugasemdavöktun, athygli. En þú Kiddi ert tryggur að vanda!
Gummi óskráður (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 15:07
Það virkar fínt að hætta vöktun í stjórnborðinu. Spurning hvort ekki mætti hefja vöktunina aftur þar eftir að hætt er við. Að vísu getur maður hafið vöktunina aftur hér. Prófa það.
Kiddi, 6.5.2008 kl. 15:12
Eftir að ég smellti á Senda eftir síðustu athugasemd breyttist linkurinn úr Vakta í Hætta að vakta. Er það ekki böggur?
Kiddi, 6.5.2008 kl. 15:14
Eyða linkurinn í stjórnborðinu virkaði eins og til var ætlast.
Kiddi, 6.5.2008 kl. 15:16
Jú ætli það megi ekki kalla bögg. Ætla að kanna málið.
Guðmundur Hreiðarsson, 6.5.2008 kl. 15:16
Prófun.
Guðmundur Hreiðarsson, 6.5.2008 kl. 15:17
Nei bíddu, þetta er í raun fídus - í hvert skipti sem maður skrifar athugasemd þá er maður skráður sjálfkrafa í vöktun. Spurning hvort við eigum að hafa hak neðan við athugasemdarboxið svo hægt sé að velja á milli?
(HTML snið á ekki að vera með í tölvupósti)
Guðmundur Hreiðarsson, 6.5.2008 kl. 15:18
Já, e.t.v. er þetta eðlilegt eftir að maður skrifar athugasemd. Hallast samt að lausninni sem þú nefndir með hak undir aths.boxinu.
Kiddi, 6.5.2008 kl. 15:25
Þetta er snilld.
Addý og Ingi, 7.5.2008 kl. 14:01
Hann var mikill maður vexti og sterkur og allra manna best vígur. Hann hjó báðum höndum og skaut ef hann vildi og hann vó svo skjótt með sverði að þrjú þóttu á lofti að sjá. Hann skaut manna best af boga og hæfði allt það er hann skaut til. Hann hljóp meir en hæð sína með öllum herklæðum og eigi skemmra aftur en fram fyrir sig. Hann var syndur sem selur. Og eigi var sá leikur að nokkur þyrfti við hann að keppa og hefir svo verið sagt að engi væri hans jafningi. Hann var vænn að yfirliti og ljóslitaður, rétt nefið og hafið upp í framanvert, bláeygur og snareygur og rjóður í kinnum, hárið mikið, gult, og fór vel. Manna var hann kurteisastur, harðger í öllu, ráðhollur og góðgjarn, mildur og stilltur vel, vinfastur og vinavandur. Hann var vel auðigur að fé.
Árni Matthíasson , 7.5.2008 kl. 14:04
Er þessi aðgerð sjálfvalin í hvert sinn sem þú setur inn athugasemd þ. e. að hún sé vöktuð eða ert þú búinn að virkja þetta í þínu stjórnborði?
Er ekki rétt að notandinn geti hakað við þessa aðgerð þegar hann setur inn athugasemd.
Getur notandinn haft heildaryfirsýn yfir allar athugasemdir sem hann hefur skráð ef hann velur vöktun? Hvar sér hann það?
Fólk vill gjarnan hafa á einum stað yfirlit yfir allar sínar athugasemdir í gegnum tíðina.
Addý og Ingi, 7.5.2008 kl. 14:05
Þessi athugasemd er rituð til að skapa traffík.
Kiddi, 7.5.2008 kl. 14:09
Er það feature eða bug að dagsetning og eyða linkur í stjórnborði birtist ekki nema að músin sé yfir svæðinu þar sem athugasemda vöktunin er.
Kiddi, 7.5.2008 kl. 14:11
Það er spurning hvort ekki ætti að sjást hvað margar athugasemdir hafa verið skrifaðar í stjórnborðinu.
Kiddi, 7.5.2008 kl. 14:25
Mér sýnist ég ekki fá tilkynningu í stjórnborðið nema við aðra færsluna. Ekki þessa sem sagt.
Kiddi, 7.5.2008 kl. 14:29
Það virðist bara vera vöktun á annarri færslunni. Sé það þegar ég skoða Stjórnborðið.
Þegar ég ætlaði að hætta vöktuninni í Stjórnborðinu fékk ég villu.
---------------------------
Windows Internet Explorer
---------------------------
[Tilkynningakerfi] Villa:
Notification matching not_id=1446 and random=utRHE3EZqc not found
Addý og Ingi, 7.5.2008 kl. 14:41
Varðandi aðgerðina "Birta sem færslu á blogginu mínu" þá sé ég það þannig fyrir mér að ef þú hakar þar þá birtist textabox þar sem þú getur sett inn fyrirsögn. Um leið og þú smellir á "Senda" vistast athugasemdin og ný bloggfærsla verður til hjá þessum, innskráðum notanda.
Mér lýst mjög vel á þetta allt saman. Stóra spurningin er sú. Getur skráður notandi með auðveldum hætti haft heildaryfirsýn yfir allar athugasemdir sínar?
Hvað segir þú við því, Gummi?
Addý og Ingi, 7.5.2008 kl. 14:59
Kiddi:
Ingvar:
- Heildarsýn setjum við á sér síðu í stjórnborðinu.
- Við skulum hafa hak neðan athugasemdaboxið þar sem tekin er afstaða til þess hvort hefja skuli vakt - sjálgefið merkt við.
Annað: Síðueiningu setjum við einnig inn sem birtir nýjustu athugasemdir notanda. Hún verður valfrjáls og ekki inni frá upphafi.Guðmundur Hreiðarsson, 8.5.2008 kl. 09:39
Varðandi "birta sem færslu": Árni mælist til að sú leið verði farin þrátt fyrir galla hennar, og verði hans vilji.
Ég er ekki viss um að við þurfum að bjóða bloggara upp á að setja sér titil færslu þegar hann hakar við. A.m.k. ættum við að bjóða upp á sjálfgefin titil, t.d. "Athugasemd við X" - eða hvað?
Galli við sjálfgefna titla: Það yrði kannski frekar leiðinlegt að skoða forsíðu blog.is ef allar færslur hefðu sama einsleita titilinn "Athugsemd við X1", "Athugasemd við X2", ...
Guðmundur Hreiðarsson, 8.5.2008 kl. 09:42
Mér finnst að notandinn eigi sjálfur að fá að setja inn fyrirsagnir. Annars þarf hann að gera það síðar.
Addý og Ingi, 8.5.2008 kl. 10:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.